Song picture
Eyjan forna (french song about Iceland/Translating
Comment Share
License   $0.00
Free download
Translating in on my website
capital cronbneu definitif ambitiocratie les yeux noirs singing out 8eme sigma sarkozy aerophagya singing in lile dautrefois eyjan forna
Commercial uses of this track are NOT allowed.
Adaptations of this track are NOT allowed to be shared.
You must attribute the work in the manner specified by the artist.
Artist picture
Eyjan forna = L'île d'autrefois (Cron-bneu)
Same as Cron-bneu french band.
Song Info
Genre
Pop Pop Rock
Charts
#13,305 today Peak #52
#3,031 in subgenre Peak #8
Author
cron-bneu goes to Iceland
Uploaded
May 16, 2007
Track Files
MP3
MP3 4.7 MB 128 kbps 5:10
Lyrics
Hraunbreiður með steinrunna fingur, í fölgrænum mosahönskum, flekkuðum fornbrúnu, breiða úr sér í dölum eins og hrjúfur dúkur undir skáhallri birtu góðviðrisdaga. Ganga svo langt að gamla hafið hörfar umhverfis frjóvguð sker. Eyjan fæðist. Jarðskorpuverk. Atlantsspíra. Jöklar, kyrrlátir, stöðugir að sjá, sveipa og hylja bratta tinda, líkt og lófi hylur köngul. Kræklóttir rífa sig firðir frá hafi. Hátignarlegir hamrar kvikir af lunda. Falla fossar með hvelli, glymja hátt á þyrpingu steinrunninna kletta við Dettifoss. Foss úr mjúkum miði gljáfægir stuðlabergið undir Svartafossi. Og milli sandanna breiðu og grýttra auðna eru gilin græn og gras svo þykkt að þar leggjast hestarnir værir. Sprungur, stöðuvötn mánans, goshverir, gapandi gígar … hún er fögur allt ofan í ólgandi hveri. Björt yfirlitum og brosmild undir marglitum þökum sem hrinda frá sér langri nótt. Og á kvöldin, löngu áður en nóttin hættir að vera björt fram eftir öllu, segir hún sögurnar úr ungri sögu eyjarinnar fornu. Fótumtroða hraun eftir þúsund gos Sjá gráa eðju bullsjóða Þar sem sköpunarsaga virðist skráð Slær eyja með glóð í hjarta Feta sig eftir tungum Vatnajökuls Snerta bláma íssins sem hann mótar Þar sem aldrei slokknar á himni Ljómar eyja mildu skini Fara eftir hvölum á Húsavík Hlýða á íshafsins köll Þar sem sjórinn ræður ríkjum Liggur draumaeyja Flakka frá blásól að blámóðu Anda að sér engin og steinblóm græn Þar sem freyðir vatn frá sprungu til sprungu Hlær eyja sem angar af heyi Flæða um heitar lindir og laugar, Gleyma brennisteinsmenguðuvetni Þar sem vatn er í öllum myndum sínum Blæðir eyjan hraunflóði Fanga hey í vetrarforða Hjá bæ hvar hús eru gul og græn Þar sem menn nærast af trú á lífið Lifir eyjan forna Lifir eyjan forna Translating by Ólöf Pétursdóttir
On 11 Playlists
Comments
The artist currently doesn't allow comments.