Gatan er gróin
gömul en bein.
Söngva við sjóinn
skildum við ein.
Þitt óðal er úthaf
andi þinn land.
Gimsteina gaf
í gróður og sand.
Lofsungin leið
leysti þín bönd.
Við birtuna beið
brimið við strönd.
Gatan er gróin
gömul en bein.
Söngva við sjóinn
skildum við ein.
Þú lærir en líður
laun eru blind.
Í brjóstinu bíður
blikandi lind.
Fær byr er bíður
blíð er dagsbrún.
Yfir sæina líður
síðnæturhúm.
Gatan er gróin
gömul en bein.
Söngva við sjóinn
skildum við ein
Gatan er gróin
gömul en bein.
Söngva við sjóinn
skildum við ein
Stefán Finnsson