This song was composed 1968 by Erling Gunnarsson to a poem of Tomas Gumundsson. Runar Vilbersson made this Demo of it almost half a century later. The Demo is obviously made by an artist and musician that makes the words fly like magic!
Tryggð
Ljóð eftir Tómas Guðmundsson.
Hér sit ég einn og sakna þín
með sorg í hjarta drekk ég vín
og mánaljósið líkfölt skín
á legubekkinn minn
og aleinn sit ég þar í þetta sinn.
Hve ást þín mig á örmum bar
hve innileg vor gleði var
er saman tvö við sátum þar
svo saklaus góð og hrein
sem fuglar tveir er syngja á sömu grein.
Og alltaf skal ég að því dást
að enn skuli mitt hjarta þjást
af sömu tryggð og sömu ást
þó sértu farin burt
þó sértu farin fyrir viku burt.
Hún þykir fágæt þessi dyggð
ég þekki enga slíka tryggð
en tíminn læknar hugans hryggð
og hylur gömur sár
en sumum nægir ekki minna en ár.